Hero Image
3 March 2020
Reykjavík, Iceland
Loftslagsmót

Loftslagsmót 

Stefnumót fyrirtækja og stofnana um nýsköpun og lausnir í rekstri varðandi loftslagsmál


Loftslagsmót er vettvangur þar sem fyrirtæki og aðilar í nýsköpun á sviði loftslagsmála og grænna lausna, geta hist á stuttum örfundum og rætt málin að hugsanlegum lausnum. Aðilar geta skráð sig inn á Loftslagsmótið með þær lausnir sem fyrirtæki býður uppá (Product) og/eða leitar eftir (Request). Í framhaldinu gefst svo öllum tækifæri til að bóka stutta fundi (15 mínútur) með öðrum aðilum ýmist fyrirtækjum, hugmyndasmiðum eða sprotum. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við loftslags- og umhverfisvænni rekstur. 

Dæmi um umfjöllunarefni að lausnum og/eða því sem óskað er eftir getur verið 
allt frá betri aðferðum í flokkun, yfir í reiknivélar kolefnisspors, stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum, lágmörkun úrgangs, rafrænt bókhald, kolefnisbókhald, umhverfisstjórnun, vottaðar byggingar, ráðgjöf í tengslum við hvernig fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænni rekstri.

Loftlagsmótið verður haldið að fyrirmynd Nýsköpunarmótsins sem haldið var sl. haust og heppnaðist einstaklega vel. Þar voru um 240 fundir haldnir með 25 opinberum stofnunum og 71 fyrirtækjum. 


Hverjir ættu að skrá sig og taka þátt?

  • Fyrirtæki sem leita lausna að áskorunum á sviði umhverfis og loftslagsmála (skrá undir Request) - óska eftir fundum með fyrirtækjum sem t.d. geta boðið upp á hugsanlegar lausnir og/eða ráðgjöf. 
  • Fyrirtæki með lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála (skrá undir Product) – óska eftir fundum með fyrirtækjum sem leita að þeim lausnum.
  • Fyrirtæki í vöruþróun - sem vilja funda með aðilum til að ræða þróun, nýsköpun innan greinarinnar og/eða hugsanlegt samstarf (geta skráð undir Request og Product)


Loftslagsmótið verður haldið á Grand Hótel 3. mars kl. 9-12. Húsið opnar kl. 8:30

ATH. Munið að enda skráninguna á að skrá áskorunina eða vöruna, undir Marketplace í Request eða Product.


Allir geta séð alla þátttakendur og skráningar óháð því hvort viðkomandi hafi skráð sig eða ekki. 

Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi og Nýsköpunarmiðstöð, í samstarfi við Festu og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Nánari upplýsingar veita Hildur Sif Arnardóttir á hildur@nmi.is eða í síma 866 7951 eða Birta Kristín Helgadóttir á birta@green.is

Registration
Closed since 3 March 2020
Location Grand Hótel
Meetings
Participants 87
Meetings 209
Participants
Iceland 90
Norway 1
Total 91
Participants
Fyrirtæki 73
Aðrir aðilar (t.d. stofnanir og samtök) 18
Total 91
Profile views
Before event 3297
After event 109
Total 3406